Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 10. mars 2021 18:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Luka Kostic skólinn: Þúsund armbeygjur og þúsund magaæfingar
Arnar Sveinn Geirsson.
Arnar Sveinn Geirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Luka Kostic.
Luka Kostic.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, er nýjasti viðmælandinn í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið sem Jóhann Skúli Jónsson stjórnar.

Þar sagði hann frá tímanum með U17 landsliðinu sem komst í lokakeppni EM 2007.

„Manni leið kannski ekki eins og maður væri í landsliðinu, manni leið bara eins og maður væri að gera geggjaða hluti," sagði Arnar en umgjörðin þá var ekki eins og hún er í dag.

Luka Kostic var þjálfari liðsins. „Mér finnst hann geggjaður, ég var alltaf mikill aðdáandi. Það eru skiptar skoðanir með þennan skóla sem hann býður upp á, þennan austur-evrópska skóla en mér finnst hann geggjaður. Hann gerir geggjaða hluti með þetta unglingalandslið."

„Maður átti að halda úti dagbók fyrir hann í aðdraganda móts. Það voru þúsund magaæfingar og þúsund armbeygjur sem maður átti að skila inn, matardagbók og ég veit ekki hvað og hvað. Ég hugsa að langflestir hafi logið í þessu. Ég hugsa það, nema kannski Eggert Rafn (Einarsson)."

„Það var alls konar eitthvað svona. Það var bannað klippa táneglurnar á leikdegi, það mátti ekki borða of óþroskaða banana. Ég man ekki hvort það var paprika eða tómatar sem mátti alls ekki borða á leikdag. Það var svona fullt af atriðum sem komu með honum, en á sama tíma býr það til ákveðna stemningu. Hann er að koma með tilmæli og þó þér finnist þau fáránleg þá ertu að fylgja einhverju, fylgja einhverjum ramma sem lið. Allt í einu þorði enginn að snerta einhvern hálf grænan banana."

Örugglega besti gæi sem ég hef æft með
Í hópnum sem fóru á Evrópumótið voru fáir leikmenn sem voru farnir erlendis, en það eru breyttir tímar í dag hvað það varðar.

Arnar segir að Björn Jónsson hafi verið bestur í hópnum en hann var talinn gríðarlega efnilegur. Hann glímdi við erfið meiðsli á sínum ferli áður en skórnir fóru upp á hillu.

„Í minningunni er þetta bara sturlað dæmi. Hann er örugglega besti gæi sem ég hef æft með. Ef ég man rétt er hann valinn í lið mótsins. Við gátum ekkert á þessu móti," sagði Arnar.


Athugasemdir
banner
banner