mið 10. mars 2021 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin - Byrjunarlið: Fabinho á miðjunni
Fabinho byrjar á miðjunni hjá Liverpool en hann hefur að mestu leikið sem miðvörður á tímabilinu.
Fabinho byrjar á miðjunni hjá Liverpool en hann hefur að mestu leikið sem miðvörður á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Julian Draxler kemur inn í byrjunarlið PSG.
Julian Draxler kemur inn í byrjunarlið PSG.
Mynd: Getty Images
Það eru tveir leikir í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Liverpool og PSG eru í góðum málum fyrir kvöldið en í Meistaradeildinni getur allt gerst.

Báðir leikir hefjast klukkan 20:00.

Liverpool vann fyrri leik sinn við RB Leipzig, 0-2. Það var útileikur Liverpool í þessu einvígi en heimaleikurinn í kvöld fer fram á sama velli, Puskas-vellinum í Búdapest. Ástæðan er ferðatakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins.

Fabinho er klár í slaginn en hann byrjar á miðjunni. Nathaniel Phillips og Ozan Kabak byrja í hjarta varnarinnar. Roberto Firmino er ekki með og byrja Salah, Mane og Jota í fremstu víglínu.

RB Leipzig gerir tvær breytingar frá fyrri leiknum. Þeir Yussuf Poulsen og Emil Forsberg koma inn í liðið fyrir Amadou Haidara og Angelino.

Byrjunarlið Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Phillips, Kabak, Robertson, Fabinho, Wijnaldum, Thiago, Mane, Salah, Jota.
(Varamenn: Adrian H. Davies, Milner, Keita, Oxlade-Chamberlain, Jones, Tsimikas, Shaqiri, Origi, D. Davies. R. Williams, N. Williams)

Byrjunarlið RB Leipzig: Gulacsi, Adams, Upamecano, Klostermann, Kampl, Olmo, Nkunku, Mukiele, Forsberg, Sabitzer, Poulsen.
(Varamenn: Martinez, Orban, Konate, Haidara, Hwang, Sorloth, Samardzic, Kluivert, Halstenberg, Henrichs)

PSG leiðir 4-1
Paris Saint-Germain leiðir 4-1 gegn Barcelona fyrir síðari leik liðanna sem fram fer í París.

Eins og í fyrri leiknum, þá er enginn Neymar hjá PSG í kvöld. PSG gerir eina breytingu á liði sínu frá því í fyrri leiknum. Moise Kean er að glíma við kórónuveiruna og er ekki með. Inn í hans stað kemur Julian Draxler. Angel Di Maria byrjar á bekknum.

Barcelona gerir einnig eina breytingu frá fyrri leiknum. Oscar Mingueza kemur inn í liðið fyrir Gerard Pique sem er ekki með í kvöld vegna meiðsla.

Byrjunarlið PSG: Navas, Florenzi, Marquinhos, Kimpembe, Kurzawa, Gueye, Paredes, Verratti, Draxler, Mbappe, Icardi.

Byrjunarlið Barcelona: Ter Stegen, Dest, Mingueza, Lenglet, Alba, Busquets, De Jong, Pedri, Dembele, Messi, Griezmann.
Athugasemdir
banner
banner
banner