Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 10. mars 2021 19:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Foden refsað fyrir að reyna að halda áfram?
Phil Foden.
Phil Foden.
Mynd: Getty Images
Núna er í gangi leikur Manchester City og Southampton í ensku úrvalsdeildinni.

Leikurinn er búinn að vera ansi fjörugur og er staðan 5-2 fyrir City þegar þessi frétt er skrifuð.

Það átti sér stað umdeilt atvik undir lok fyrri hálfleiks þegar City vildi fá vítaspyrnu. Það var hins vegar ekkert dæmt á það.

Alex McCarthy, markvörður Southampton, átti slæma snertingu og reyndi tæklingu á Phil Foden, miðjumann City. Það var klárlega snerting og Foden datt en hann reyndi að halda áfram. Hann stóð upp um leið og ætlaði sér að skora en tókst ekki að gera það.

Jon Moss og VAR sáu ekki ástæðu til að dæma vítaspyrnu en hægt að sjá myndband af atvikinu hérna.

James Maddison, miðjumaður Leicester, tjáði sig um atvikið á Twitter. Þetta var augljós vítaspyrna að hans mati.

Það er spurning hvort dómurinn hefði verið öðruvísi ef Foden hefði hent sér í jörðina og ekki staðið upp aftur um leið.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner