Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 10. mars 2021 23:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nagelsmann: Áttum skilið að falla úr leik
Julian Nagelsmann.
Julian Nagelsmann.
Mynd: Getty Images
Julian Nagelsmann, þjálfari RB Leipzig, var myrkur í máli eftir 2-0 tap gegn Liverpool í Meistaradeildinni í dag. Leipzig er úr leik eftir samanlagt 4-0 tap gegn Liverpool í tveggja leikja einvígi. Liverpool er því komið í 8-liða úrslitin.

„Við áttum skilið að falla úr leik," sagði Nagelsmann á blaðamannafundi eftir leik.

„Leikirnir tveir voru mismunandi. Í dag var Liverpool ekki að pressa okkur mikið þannig, þeir sátu til baka og biðu. Þeir leyfðu okkur að hafa boltann. Við vorum of hægir, héldum bara boltanum og gæðin sem við höfum sýnt í síðustu leikjum, við náðum ekki að sýna þau í dag."

Leipzig fær núna tækifæri til að einbeita sér að deildinni heima fyrir þar sem liðið er í öðru sæti, tveimur stigum á eftir ríkjandi meisturum Bayern München. Á meðan gengur Liverpool illa heima fyrir og gæti Meistaradeildin verið eini möguleiki liðsins á að ná Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð. Liðið sem vinnur Meistaradeildina á öruggt sæti í keppninni á næsta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner