Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 10. apríl 2019 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Dagur framlengir hjá KA - Ungir markverðir fá traustið
Aron Dagur var á láni hjá Völsungi síðasta sumar og var einn besti markvörður 2. deildar.
Aron Dagur var á láni hjá Völsungi síðasta sumar og var einn besti markvörður 2. deildar.
Mynd: Hafþór-640.is
Markvörðurinn Aron Dagur Birnuson hefur framlengt samning sínum við KA um þrjú ár.

Aron verður tvítugur í sumar og þykir einn efnilegasti markvörður landsins. Hann á 15 leiki fyrir unglingalandslið Íslands og hefur verið í kringum U-21 árs landsliðið að undanförnu.

Hann var til að mynda í fyrsta æfingahópi Arnars Þórs Viðarssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen.

Aron Dagur á fjóra leiki að baki fyrir KA í deild og bikar. Hann á til að mynda einn leik í Pepsi-deildinni. Síðasta sumar lék Aron Dagur fyrir Völsung í 2. deildinni.

„Það er klárt mál að þessi samningur er mikið heillaskref fyrir báða aðila en í sumar mun KA liðið treysta á unga og uppaldna markverði sem er eitthvað sem fá lið í Pepsi-deildinni gera," segir í tilkynningu KA.

Draumaliðsdeild Eyjabita fyrir Pepsi Max-deild karla opnaði fyrr í dag. Þar getur þú keypt Aron Dag í þitt lið.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Sjá einnig:
Aron Elí og Aron Dagur munu fá tækifæri hjá Óla Stefáni

Pepsi Max-deildin hefst 26. apríl næstkomandi og mun KA spila við ÍA í fyrsta leik þann 27. apríl.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner