Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 10. apríl 2019 10:06
Elvar Geir Magnússon
Átta ár síðan Guardiola vann risaleik á útivelli
Pep Guardiola, stjóri City.
Pep Guardiola, stjóri City.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, fagnaði síðast sigri í risaleik á útivelli í Meistaradeildinni fyrir átta árum síðan. Þetta kemur fram í pistli Jonathan Wilson í Guardian.

City tapaði fyrri leik sínum gegn Tottenham 1-0 í gær en átta ár eru síðan Guardiola vann útileik í 8-liða úrslitum eða undanúrslitum í Meistaradeildinni. Leikurinn í gær var tíundi útileikurinn í röð á þessum stigum sem Guardiola nær ekki að vinna.

Wilson veltir því fyrir sér í greininni hvort Guardiola sé að „ofhugsa" hlutina og flækja þá of mikið.

„Pochettino vann taktíska slaginn í gær. Það ætti samt ekki að gera hlutina of erfiða fyrir Guardiola og City gæti enn farið áfram. En tíu útileikir í röð án sigurs í 8-liða úrslitum eða undanúrslitum er áhyggjuefni," skrifar Wilson.
Athugasemdir
banner
banner