Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 10. apríl 2019 13:15
Arnar Daði Arnarsson
Meistaraspáin: Risaleikur í Manchesterborg
Meistaraspáin.
Meistaraspáin.
Mynd: Fótbolti.net
Lærisveinar Ole Gunnars taka á móti Barcelona.
Lærisveinar Ole Gunnars taka á móti Barcelona.
Mynd: Getty Images
Juventus tekur á móti Ajax.
Juventus tekur á móti Ajax.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
8-liða úrslitin í Meistaradeildinni halda áfram í kvöld með tveimur leikjum. Hefjast leikirnir báðir klukkan 19:00.

Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks og Óli Stefán Flóventsson þjálfari KA eru sérfræðingar Fótbolta.net í Meistaradeildinni á þessu tímabili.

Fótbolti.net kemur einnig með sína spá en keppni er í gangi þar sem 3 stig eru gefin fyrir hárrétt úrslit og 1 stig fyrir rétt tákn.

Óli Stefán Flóventsson:

Ajax 1 - 2 Juventus
Ajax er hörku skemmtilegt lið sem ber að taka alvarlega. Real madrid er vottur um það. Ég held að mínir menn séu með það á hreinu og vinni þennan leik 1-2. Þeir komast 0-2 yfir með mörkum frá Bernardeschi og Mandzukic.

Ziyech hefur verið duglegur að skora og hann heldur uppteknum hætti með marki í þessum leik sem skilur eftir seinni viðureign þessara liða áhugaverða.

Manchester United 1 - 2 Barcelona
Þessi slagur er í meira lagi áhugaverður. Man Utd hefur verið að gefa eftir í síðustu leikjum eftir frábæra byrjun Solskjær. Barcelona heldur áfram að vera Barcelona og stjórnar þessum leik frá A-Ö. Uppskrift Solskjærs verður sú sama og hann bauð uppá á móti PSG, liggja vel þéttir til baka og reyna skyndisóknir. Málið er bara það að Messi þarf svo fáránlega lítið pláss til að búa til eitthvað og nær að setja 2 mörk á erfiðum útivelli. Lukaku minnkar munin og setur þar með smá spennu í einvígið en ég er hræddur um að Börsungar séu of stór biti fyrir Solskjær og félaga.

Ágúst Gylfason:

Ajax 1 - 2 Juventus
Seigla Juventus klárar þennan leik. Ajax liðið er vel spilandi og algjört augnakonfekt að fylgjast með þeim á móti Real í síðustu umferð.

Ronaldo mun leggja upp bæði mörk Juve en mark Ajax verður sjálfsmark.

Manchester United 2 – 1 Barcelona
Skrýtið að segja óvænt úrslit en United verða magnaðir í þessum leik. Varnaleikurinn liðsins þarf að tikka inn í dag með Smalling sem besta mann og De Gea í markinu þarf virkilega að vera á tánum. Barcelona með allar sínar stjörnum verða í vandræðum með tiki taka spilið sitt og King Pogba tekur yfir miðjuna.

Pogba setur úr föstu leikatriði og Lukaku kemur inn á og setur eitt. Messi setur eitt úr víti.

Fótbolti.net - Arnar Daði Arnarsson:

Ajax 0 - 2 Juventus
Þetta gæti orðið göngutúr í garðinum hjá Ítalíumeisturunum. Ajax hefur verið í erfiðleikum með að halda marki sínu hreinu á tímabilinu og það er dýrt þegar liðið er komið svona langt í Meistaradeildinni. Eitt mark frá Juventus í hvorum hálfleik og þeir eru langleiðina komnir áfram úr þessi einvígi.

Manchester United 1 - 3 Barcelona
Erfiður mánuður hjá Manchester United heldur áfram í kvöld.

Það kæmi mér þó ekkert á óvart að United komist yfir í leiknum og Twitter-ið springur í hálfleik þegar þeir eru 1-0 yfir. Menn verða þó fljótir að eyða Twitter-færslum sínum og fara í hraunið eftir leik þar sem Barcelona skorar þrjú í seinni hálfleik.

Staðan í heildarkeppninni:
Gústi Gylfa - 14 stig
Óli Stefán - 10 stig
Fótbolti.net - 10 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner