Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 10. apríl 2019 22:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
BBC: Herrera yfirgefur United og fer til PSG
Mynd: Getty Images
BBC greinir frá því í kvöld að Ander Herrera sé á förum frá Manchester United eftir leiktíðina. Samningur Herrera er að klárast og ekki er útlit fyrir að hann endursemji.

Hinn áreiðanlegi Simon Stone segir að Herrera hafi sagt Paris Saint-Germain að hann ætli að semja við félagið. Hann sé búinn að vera í viðræðum við Man Utd, en hafi ákveðið að semja frekar við PSG.

Það er því útlit fyrir að hinn 29 ára gamli Herrera sé á förum frá United eftir fimm ár hjá félaginu.

United borgaði Athletic Bilbao 29 milljónir punda fyrir Herrera árið 2014.

Í viðtali við spænska fjölmiðilinn Diario ABC sagði Herrera að hann og United væru „ekki að hugsa það sama."
Athugasemdir
banner
banner
banner