Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 10. apríl 2019 15:21
Elvar Geir Magnússon
Besta lið sem unnið hefur Meistaradeildina valið
Börsungar fagna.
Börsungar fagna.
Mynd: Getty Images
Teddy Sheringham.
Teddy Sheringham.
Mynd: Getty Images
FourFourTwo ákvað að skoða öll lið sem unnið hafa Meistaradeild Evrópu frá því að keppnin var sett í núverandi búning árið 1992.

Sigurliðunum var raðað og það besta valið. Horft var til gæða liðsins, frammistöðu tímabilsins, skemmtanagildis og hversu minnistæð frammistaðan var.

Besta liðið var valið Barcelona 2009 sem spilaði magnaðan fótbolta á fyrsta ári Pep Guardiola við stjórnvölinn. Liðið rúllaði yfir Bayern München 4-0 á leið sinni í úrslitaleikinn þar sem sannfærandi 2-0 sigur gegn Manchester United vannst.

Manchester United sem vann þrennuárið 1999 er í öðru sæti listans. Liðið spilaði stórskemmtilegan fótbolta og var ólseigt. Úrslitaleikurinn endaði með 2-1 sigri United þar sem bæði mörkin komu blálokin.

LISTINN Í HEILD:
1. BARCELONA (2009)
2. MANCHESTER UNITED (1999)
3. BAYERN MÜNCHEN (2013)
4. BARCELONA (2015)
5. REAL MADRID (2018)
6. REAL MADRID (2017)
7. AJAX (1995)
8. REAL MADRID (2014)
9. REAL MADRID (2002)
10. BARCELONA (2011)
11. BAYERN MÜNCHEN (2001)
12. BARCELONA (2006)
13. MILAN (2007)
14. REAL MADRID (2000)
15. JUVENTUS (1996)
16. LIVERPOOL (2005)
17. REAL MADRID (1998)
18. BORUSSIA DORTMUND (1997)
19. REAL MADRID (2016)
20. INTER (2010)
21. MANCHESTER UNITED (2008)
22. MILAN (1994)
23. PORTO (2004)
24. MILAN (2003)
25. CHELSEA (2012)
26. MARSEILLE (1993)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner