mið 10. apríl 2019 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Mögnuð endurkoma 10 Villa-manna
Birkir og Jón Daði spiluðu ekki í kvöld
Grealish skoraði sigurmarkið.
Grealish skoraði sigurmarkið.
Mynd: Getty Images
Reading gerði jafntefli við toppliðið.
Reading gerði jafntefli við toppliðið.
Mynd: Getty Images
Birkir Bjarnason var ekki í hóp hjá Aston Villa er liðið lagði Rotherham að velli í Championship-deildinni í kvöld.

Leikurinn byrjaði alls ekki vel fyrir Villa. Tammy Abraham klúðraði vítaspyrnu á 12. mínútu og fékk Tyrone Mings að líta sitt annað gula spjald á 34. mínútu. Mings fékk gula spjaldið fyrir hendi innan teigs. Rotherham fékk vítaspyrnu og úr henni skoraði Will Vaulks.

Þrátt fyrir þessar hræðilegu mínútur gafst Aston Villa ekki upp og jafnaði Jonathan Kodija úr vítaspyrnu á 48. mínútu. Jack Grealish kom Villa svo yfir á 51. mínútu.

Rotherham náði eki að svara þessu gegn 10 leikmönnum Villa og lokatölur því 2-1.

Frábær sigur hjá Aston Villa og sigurgangan heldur áfram. Villa er á mögnuðu skriði og hefur núna unnið sjö deildarleiki í röð. Villa er í fimmta sæti og stefnir í umspilið.

Jón Daði Böðvarsson var þá ekki í leikmannahópi Reading gegn toppliði Norwich. Jón Daði er að glíma við meiðsli en hann vonast til að snúa aftur á völlinn sem fyrst. Án Jóns náði Reading í flott jafntefli gegn toppliðinu í kvöld.

Reading er í 20. sæti, tveimur stigum frá fallsæti. Norwich er á toppnum með sex stiga forystu og fimm leiki eftir.

Leeds er áfram í öðru sæti deildarinnar eftir jafntefli Sheffield United gegn Birmingham.

Hér að neðan eru öll úrslit kvöldsins.

Norwich 2 - 2 Reading
0-1 Yakou Meite ('30 )
1-1 Ben Godfrey ('86 )
2-1 Christoph Zimmermann ('88 )
2-2 Andy Rinomhota ('90 )

Birmingham 1 - 1 Sheffield Utd
0-1 Enda Stevens ('38 )
1-1 Michael Morrison ('42 )

Brentford 2 - 0 Ipswich Town
1-0 Neal Maupay ('20 )
2-0 Ollie Watkins ('28 )

Hull City 2 - 1 Wigan
0-1 Nick Powell ('41 )
1-1 Fraizer Campbell ('51 )
2-1 Jordy de Wijs ('89 )

Millwall 0 - 0 QPR

Rotherham 1 - 2 Aston Villa
0-0 Tammy Abraham ('12 , Misnotað víti)
1-0 Will Vaulks ('36 , víti)
1-1 Jonathan Kodjia ('48 , víti)
1-2 Jack Grealish ('51 )
Rautt spjald: Tyrone Mings, Aston Villa ('34)
Athugasemdir
banner
banner
banner