Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 10. apríl 2019 07:00
Arnar Helgi Magnússon
Dani Alves vill ekki skrifa undir - Vill tiltekt
Mynd: Getty Images
Brasilíski varnarmaðurinn, Dani Alves, gekk í raðir franska stórliðsins PSG árið 2017. Hann kom til liðsins frá Juventus.

Leikmaðurinn gerði tveggja ára samning við franska félagið en síðan þá hefur hann verið inn og út úr liðinu. Alls hefur hann spilað 39 leiki fyrir félagið á tæpum tveimur tímabilinum.

Samningur Alves við PSG rennur út eftir leiktíðina og hefur félagið boðið honum framlenginu.

Hann er þó ekki tilbúinn til þess að skrifa undir, ekki strax að minnsta kosti. Ástæðan fyrir því að hann er mjög svo ósáttur með gengi PSG í Meistaradeildinni en liðið var slegið út gegn Manchester United.

Alves vill að það verði farið í róttækar aðgerðir og að félagið taki til í leikmannahópnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner