Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 10. apríl 2019 07:30
Arnar Helgi Magnússon
Ekið á landsliðsþjálfara Argentínu
Mynd: Getty Images
Lionel Sebastián Scaloni, landsliðsþjálfari Argentínu, lenti illa í því í gærmorgum þegar hann var keyrður niður af bíl þegar hann var úti að hjóla.

Fyrstu fréttir af slysinu voru óhugnalegar en lítið var vitað um líðan Scaloni fyrstu klukkustundirnar eftir slys.

Í hádeginu birti þjálfarinn mynd af sér á Twitter þar sem að hann var nokkuð illa farinn í andlitinu en þó útskrifaður af sjúkrahúsinu.

„Ég vil þakka öllum fyrir skilaboðin sem að ég hef fengið. Nokkrar skrámur og plástrar en sem betur fer er ég kominn heim. Takk fyrir allt!" setti Scaloni á Twitter síðu sína í gær.

Scaloni tók við argentíska liðinu eftir HM síðasta sumar. Hann var aðstoðarþjálfari Jorge Sampaoli.



Athugasemdir
banner
banner
banner