Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 10. apríl 2019 13:54
Elvar Geir Magnússon
Gundogan: Erum of stressaðir í Meistaradeildinni
Gundogan ræðir um Meistaradeildina.
Gundogan ræðir um Meistaradeildina.
Mynd: Getty Images
Ilkay Gundogan leikmaður Manchester City segir að liðið sé of stressað þegar kemur að Meistaradeildinni.

Gundogan var í byrjunarliðinu í 1-0 tapinu gegn Tottenham í 8-liða úrslitum í gær. Sergio Aguero klúðraði víti í leiknum áður en Son Heung-min skoraði sigurmarkið.

„Við vorum ekki nægilega hugrakkir í leiknum og gerðum mörg mistök sem auðvelt hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Ég hef það á tilfinningunni að við séum of stressaðir í mikilvægum Meistaradeildarleikjum," segir Gundogan.

„Við erum alltaf að taka rangar ákvarðanir. Neikvæðir hlutir, eins og vítaklúðrið hjá Aguero, draga úr okkur mátt. Þetta má ekki gerast gegn góðum liðum."

Fernandinho er bjartsýnn á að Manchester City geti snúið dæminu sér í vil í seinni leiknum.

„Við spiluðum aðeins öðruvísi og vorum með tvo varnarsinnaða á miðjunni. Við reyndum að læsa miðjunni og það gekk vel en á endanum fengum við á okkur mark. Við eigum heimaleikinn eftir og eigum alla möguleika á að spila betur og komast í undanúrslitin. En það erður ekki auðvelt," segir Fernandinho.
Athugasemdir
banner
banner
banner