mið 10. apríl 2019 23:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Máttur fótboltans - „Byltingin getur beðið"
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld.
Mynd: Getty Images
Þúsundur mótmæla nú í Súdan og krefjast þess að forseti landsins, Omar al-Bashir, segi af sér.

Omar al-Bashir hefur gegnt embætti forseta Súdan frá árinu 1989 og er nú orðinn 75 ára gamall. Óánægja hefur verið með hans störf í nokkurn tíma núna.

talið er að 49 manns hafi látist síðan mótmælin hófust í desember.

Blaðakonan Yousra Elbagir birtir í kvöld mynd á Twitter af mótmælendum í Súdan. Þeir tóku sér frí frá mótmælum í kvöld til þess að horfa á leik Manchester United og Barcelona í Meistaradeildinni á risaskjá.

„Byltingin getur beðið. Barcelona og Manchester United eru að spila," er skrifað við myndina.

Leikurinn endaði með 1-0 sigri Barcelona. Seinni leikurinn er í næstu viku.



Athugasemdir
banner
banner