Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 10. apríl 2019 20:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Barcelona lagði Man Utd
Boltinn á leiðinni inn.
Boltinn á leiðinni inn.
Mynd: Getty Images
Messi í eldlínunni í kvöld.
Messi í eldlínunni í kvöld.
Mynd: Getty Images
Ajax er í góðum möguleika.
Ajax er í góðum möguleika.
Mynd: Getty Images
Barcelona er með yfirhöndina eftir fyrri leik sinn gegn Manchester United í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leikurinn fór fram á Old Trafford í kvöld.

Barcelona byrjaði vel og komst yfir á 12. mínútu. Eftir lipra sókn fór boltinn af Luke Shaw og yfir marklínuna. Dómarinn flaggaði fyrst á það en svo var markið dæmt gilt með hjálp VAR.

Heimamenn í United unnu sig inn í leikinn og fékk Diogo Dalot sannkallað dauðafæri til að jafna þegar lítið var eftir af fyrri hálfleiknum. Hann var frír á fjærstönginni og fékk góða sendingu en skalli hans rataði allt annað en á markið.

Í seinni hálfleiknum náði United ekki að skapa sér mikið og komust heimamenn lítið í boltann síðustu mínúturnar. Lokatölur 1-0 fyrir Barcelona.

Seinni leikurinn á Nývangi fer fram á þriðjudag í næstu viku.


Juventus náði útivallarmarki í Amsterdam
Hinn leikur kvöldsins fór fram í Amsterdam í Hollandi þar sem Ajax fékk Cristiano Ronaldo og félaga í Juventus í heimsókn.

Ajax spilaði vel og sýndi mikið þor í leiknum. Ajax var mikið meira með boltann og fengu mikið fleiri marktilraunir. Það var hins vegar Juventus sem komst yfir og var það Cristiano Ronaldo sem skoraði.

Það voru þó aðeins liðnar 30 sekúndur þegar Ajax jafnaði metin í seinni hálfleik. Brasilíumaðurinn David Neres skoraði þá og jafanaði fyrir heimamenn.

Fleiri urðu þó mörkin ekki og lokatölur því 1-1. Seinni leikurinn á Ítalíu í næstu viku.

Bæði United og Ajax komu til baka eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli í 16-liða úrslitunum.

Manchester Utd 0 - 1 Barcelona
0-1 Luke Shaw ('12 , sjálfsmark)

Ajax 1 - 1 Juventus
0-1 Cristiano Ronaldo ('45 )
1-1 David Neres ('46 )


Athugasemdir
banner
banner
banner