Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 10. apríl 2019 05:55
Arnar Helgi Magnússon
Meistaradeildin í dag - Getur Man Utd stöðvað Messi?
Mynd: Getty Images
Meistaradeildin heldur áfram að rúlla í kvöld en nú er komið að síðari tveimur leikjunum í fyrri umferð 8-liða úrslitanna.

Það verður sannkallaður risaleikur á Old Trafford í kvöld þegar Manchester United fær Spánarmeistara Barcelona í heimsókn.

Barcelona er svo gott sem búið að tryggja sér titilinn heima fyrir eftir sigur gegn Atletico Madrid um helgina. Liðið er með ellefu stiga forskot á toppi deildarinnar. Barcelona sló Lyon út í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Manchester United er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni. Liðið sló PSG út í 16-liða úrslitunum á eftirminnilegan hátt.

Hinn leikur kvöldsins fer fram í Hollandi þegar Ajax tekur á móti Juventus. Ronaldo hefur verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur en hann verður að öllum líkindum klár í slaginn í kvöld.

Leikir kvöldsins:
19:00 Man Utd - Barcelona (Stöð 2 Sport 2)
19:00 Ajax - Juventus (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner