Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 10. apríl 2019 18:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Matthías lék í tapi gegn fyrrum lærisveinum Solskjær
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Matthías Vilhjálmsson lék allan leikinn þegar Vålerenga mætti Molde í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Matthías gekk í raðir Vålerenga frá meisturunum í Rosenborg fyrir tímabilið og hafði hann skorað tvö mörk í fyrstu tveimur deildarleikjunum á tímabilinu.

Í dag gekk ekki nægilega vel hjá Vålerenga. Molde komst 1-0 yfir eftir sex mínútur og var staðan 1-0 í hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks komst Molde í 3-0.

Vålerenga minnkaði muninn á 60. mínútu en komst ekki lengra. Molde bætti við einu marki og vann að lokum 4-1.

Flottur sigur hjá Molde sem ætti í raun og veru að vera stýrt af Ole Gunnar Solskjær. Í desember á síðasta ári var Solskjær, þáverandi stjóri Molde, ráðinn til bráðabirgða hjá Manchester United og nýverið fékk hann þriggja ára samning. Í kvöld er hann að stýra Manchester United gegn Barcelona í Meistaradeildinni. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.

Molde er komið á toppinn í Noregi en Vålerenga er í tíunda sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner