Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 10. apríl 2019 09:35
Elvar Geir Magnússon
Pique: Man Utd er enn stærsta félag Englands
Pique fór til United sautján ára og var hjá félaginu í fjögur tímabil.
Pique fór til United sautján ára og var hjá félaginu í fjögur tímabil.
Mynd: Getty Images
Manchester United tekur á móti Barcelona í fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Gerard Pique, varnarmaður Börsunga, lék á sínum tíma tólf aðalliðsleiki fyrir Manchester United. Hann sat fyrir svörum á fréttamannafundi í gær.

Pique fór til United sautján ára og var hjá félaginu í fjögur tímabil.

„Þeir hafa alltaf verið stærsta lið Englands. Öll stór lið fara í gegnum góða og erfiða tíma og það eru breytingatímar hjá þeim," sagði Pique.

United er í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og Meistaradeildin er eina tækifæri liðsins á titli þetta tímabilið. Rauðu djöflarnir eru 21 stigi á eftir Liverpool í deildinni en síðast unnu þeir úrvalsdeildina 2013, á síðasta tímabili Sir Alex Ferguson.

„Í mínum augum eru þeir enn stærsta lið Englands. Það sést á fjölda bikara í bikaraskápnum. Þetta verður sérstakur leikur fyrir mig því ég fór úr því að verða unglingur í að verða maður hjá þessu félagi. Ég lærði mikið innan sem utan vallar," sagði hinn 32 ára Pique.

„Ég yfirgaf fjölskyldu og vini til að standa þarna á eigin fótum. Ég kom til baka sem öðruvísi persóna. Ég man eftir því þegar Ole Gunnar Solskjær var liðsfélagi minn, hann var einn af eldri leikmönnunum. Hann hjálpaði mér að aðlagast félaginu og landinu. Ég er mjög ánægður með að sjá hann við stjórnvölinn hjá félaginu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner