mið 10. apríl 2019 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu mynd: Emil byrjaður aftur að æfa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Hallfreðsson, sem var besti leikmaður Íslands á HM síðasta sumar, er byrjaður að æfa aftur.

Hann hefur verið frá keppni vegna hnémeiðsla undanfarna mánuði. Hann fór í aðgerð í desember og er núna að snúa aftur.

Udinese birti í dag mynd af honum á æfingu með liðsfélögum sínum.

Emil samdi við Udinese í lok febrúar eftir að hafa fengið að nýta sér æfingaaðstöðuna hjá félaginu í endurhæfingu sinni. Hann rifti samningi sínum við Frosinone í janúar og samdi í kjölfarið við Udinese þar sem hann spilaði frá 2016 til 2018.

Udinese er í 15. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar, fjórum stigum frá fallsæti, þegar liðið á eftir að spila átta leiki. Það er spurning hvort Emil nái einhverjum af þessum leikjum.

Sjá einnig:
Viðtal sem var tekið við Emil í janúar.



Athugasemdir
banner
banner