Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 10. apríl 2019 21:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær: Getum skorað á þeirra heimavelli
Mynd: Getty Images
„Við getum tekið jákvæða hluti og neikvæða út úr þessum leik," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, eftir tap gegn Barcelona á Old Trafford í kvöld.

Leikurinn, sem var fyrri leikur liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar, fór 1-0 fyrir Barcelona.

„Við byrjuðum illa og vorum stressaðir. Eftir markið róuðum við okkur niður og spiluðum vel."

„Við vorum að spila gegn mjög góðu liði. Við förum þangað og hugum um eitt, að skora."

„Við gerðum eins vel og við hefðum getað gert gegn Messi. Við héldum skipulagi vel. Þetta hefði getað dottið báðum megin. Ég held að við höfum ekki átt skot á markið, það eru vonbrigði. Við förum þangað og höfum verk að vinna, en við eigum möguleika."

„Þetta verður erfitt, en við getum skorað á þeirra heimavelli."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner