Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 10. apríl 2019 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stuðningsmenn Ajax buðu aftur upp á flugeldasýningu
Leikmenn Ajax ræða málin fyrir leikinn sem hefst klukkan 19.
Leikmenn Ajax ræða málin fyrir leikinn sem hefst klukkan 19.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Ajax reyndu að veita sínu liði hjálparhönd þegar þeir sprengdu flugelda fyrir utan liðshótel Juventus snemma í morgun.

Ajax og Juventus mætast í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á eftir. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.

Það gerðist tvisvar síðastliðna nótt að flugeldar fóru á loft fyrir utan liðshótelið. Fyrst gerðist það klukkan tvö og síðan aftur klukkan fjögur.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stuðningsmenn Ajax bjóða upp á flugeldasýningu fyrir Meistaradeildarleik. Þeir gerðu það líka þegar Ajax mætti Real Madrid í 16-liða úrslitunum. Þá sprengdu þeir flugelda og spiluðu háværa tónlist klukkan þrjú um nóttina.

Það virkaði þá því Ajax tapaði 2-1 á heimavelli. Í sínum leiknum kom hins vegar Ajax til baka og er þess vegna að mæta Juventus í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner