Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 10. apríl 2019 16:30
Arnar Daði Arnarsson
Tæpt að Kristinn Freyr verði klár fyrir fyrsta leik
Kristinn Freyr í leik með Val í fyrrasumar.
Kristinn Freyr í leik með Val í fyrrasumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Freyr Sigurðsson, miðjumaður Vals, lá á spítala með sýklalyf í æð í rúmar þrjár vikur í desember.

Kristinn Freyr fór í smávægilega aðgerð á hné 10. desember. Sýking kom í skurðinn og þurfti Kristinn Freyr því að dvelja í töluverðan tíma upp á sjúkrahúsi.

Sögusagnir voru um það að Kristinn Freyr gæti jafnvel ekki leikið með Val í sumar. Kristinn blæs á þær sögusagnir og segist ekki búast við öðru en að hann verði með Val í sumar.

„Það er bara spurning hvenær ég get byrjað að spila," sagði miðjumaðurinn í samtali við Fótbolta.net.

„Það verður tæpt að ég nái fyrsta leik. Ég er ekki byrjaður að æfa með liðinu en ég er byrjaður að hlaupa sjálfur. Staðan er eiginlega þannig að ég er að reyna ná fullri heilsu svo ég geti byrjað að æfa með liðinu," sagði Kristinn Freyr sem segist vera vel á undan áætlun.

„Það er með svona meiðsli að það er erfitt að segja til um einhverjar dagsetningar. Sumir dagar eru betri en aðrir. Ég geri allt sem ég get til að vera klár sem fyrst," sagði Kristinn Freyr að lokum.

Fyrsti leikur Vals í Pepsi Max-deildinni er föstudaginn 26. apríl gegn Víkingi á Origo-vellinum klukkan 20:00 í opnunarleik deildarinnar.

Draumaliðsdeild Eyjabita fyrir Pepsi Max-deild karla opnaði fyrr í dag. Þar getur þú keypt Kristin Frey í þitt lið.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner