Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 10. apríl 2019 15:00
Elvar Geir Magnússon
Vertonghen: VAR breytir því hvernig menn verjast
VAR breytir leiknum.
VAR breytir leiknum.
Mynd: Getty Images
„Það eru svo mörg atvik sem líta út eins og víti þegar þau eru skoðuð í hægri endursýningu," segir varnarmaðurinn Jan Vertonghen í Tottenham.

Hann telur að VAR myndbandsdómgæslan muni hafa þau áhrif að vítaspyrnum fjölgi til mikilla muna í fótbolta.

„Fótbolti er leikur tilfinninga en VAR breytir því aðeins. Ég tel að við þurfum að breyta því hvernig við verjumst."

VAR er komið í flestar stærstu deildir Evrópu og verður í ensku úrvalsdeildinni frá og með næsta tímabili.

„Þó varnarmenn séu ekki að toga leikmenn niður gæti það litið þannig út ef þú skoðar atvikið 20 sinnum hægt. Vítaspyrnum mun fjölga verulega. Á næstu árum mun vítum á Englandi fjölga um 20-40 tel ég," segir Vertonghen.

„Við leikmenn þurfum að aðlagast. Það er mikilvægt að dómararnir hugsi sem leikmenn stundum. Það má ekki snerta menn lengur. Menn eru of hræddir að vera nálægt andstæðingi."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner