Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 10. apríl 2021 18:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarliðin í stærsta leik tímabilsins á Spáni
Griezmann byrjar á bekknum.
Griezmann byrjar á bekknum.
Mynd: Getty Images
Stærsti leikur tímabilsins á Spáni til þessa hefst eftir klukkutíma. Erkifjendurnir Real Madrid og Barcelona eigast við á æfingasvæði Madrídinga.

Þessi leikur hefur mikið að segja í titilbaráttunni. Real er í þriðja sæti, þremur stigum frá toppnum, og Barcelona er einu stigi frá toppliði Atletico Madrid. Bæði lið eiga níu deildarleiki eftir.

Real gerir eina breytingu frá 3-1 sigrinum á Liverpool í Meistaradeildinni í miðri viku. Þar spilaði liðið frábærlega án leikmanna eins og Eden Hazard, Raphael Varane og Sergio Ramos. Þeir þrír eru áfram fjarri góðu gamni í kvöld. Federico Valverde kemur inn fyrir Marco Asensio.

Hjá Barcelona byrjar miðvörðurinn Gerard Pique á bekknum þar sem hann er að stíga upp úr meiðslum en Börsungar eru með þriggja manna vörn. Antoine Griezmann er jafnframt á bekknum hjá Barcelona.

Byrjunarlið Real Madrid: Courtois, Vazquez, Militao, Nacho, Mendy, Casemiro, Modric, Kroos, Valverde, Vinicius Jr, Benzema.
(Varamenn: Lunin, Altube, Asensio, Marcelo, Odriozola, Isco, Mariano, Rodrygo)

Byrjunarlið Barcelona: Ter Stegen, Dest, Araujo, Mingueza, Lenglet, Alba, Busquets, De Jong, Pedri, Dembele, Messi.
(Varamenn: Pique, Griezmann, Pjanic, Braithwaite, Puig, Trincao, Sergi Roberto, Umtiti, Junior, Pena, Moriba, Tenas)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 32 25 6 1 70 22 +48 81
2 Barcelona 32 21 7 4 64 37 +27 70
3 Girona 32 21 5 6 67 40 +27 68
4 Atletico Madrid 32 19 4 9 59 38 +21 61
5 Athletic 32 16 10 6 52 30 +22 58
6 Real Sociedad 32 13 12 7 46 34 +12 51
7 Betis 32 12 12 8 40 38 +2 48
8 Valencia 32 13 8 11 35 34 +1 47
9 Villarreal 32 11 9 12 51 55 -4 42
10 Getafe 32 9 13 10 38 44 -6 40
11 Osasuna 32 11 6 15 37 46 -9 39
12 Sevilla 32 9 10 13 41 45 -4 37
13 Las Palmas 32 10 7 15 30 39 -9 37
14 Alaves 32 9 8 15 28 38 -10 35
15 Vallecano 32 7 13 12 27 39 -12 34
16 Mallorca 32 6 13 13 26 38 -12 31
17 Celta 32 7 10 15 37 47 -10 31
18 Cadiz 32 4 13 15 22 45 -23 25
19 Granada CF 32 3 9 20 33 61 -28 18
20 Almeria 32 1 11 20 31 64 -33 14
Athugasemdir
banner
banner
banner