Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 10. maí 2020 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ákvörðun í Frakklandi mögulega tekin í fljótfærni
Cesc Fabregas.
Cesc Fabregas.
Mynd: Getty Images
Cesc Fabregas, miðjumaður Mónakó, telur að sú ákvörðun að hætta keppni í frönsku úrvalsdeildinni hafi mögulega verið tekin of snemma.

Keppni var hætt í frönsku úrvalsdeildinni í síðasta mánuði eftir að Edouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, sagði að allar íþróttakeppnir væru bannaðar þar til í ágúst vegna kórónuveirufaraldursins.

Í kjölfarið var ákveðið veita Paris Saint-Germain franska meistaratitilinn á meðan Marseille og Rennes tæku hin Meistaradeildarsætin. Tvö lið falla, Amines og Toulouse. Ákveðið var að fara eftir meðalfjölda stiga úr leik hverjum í deildinni í vetur.

Aðrar stórar deildir í Evrópu stefna enn á að halda leik áfram og á þýska úrvalsdeildin aftur að hefjast um næstu helgi. Fabregas telur að Frakkar hafi mögulega hætt of snemma.

„Þetta er stór ákvörðun og ég skil hvers vegna hún var tekin," sagði Fabregas við BeIN Sports. „Kannski var hún tekin of snemma í ljósi þess að aðrar stórar deildir eru að reyna að halda áfram."

„Ég skil ákvörðunina fullkomlega og það er betra að vera 100 prósent örugg. En kannski hefðum við getað prófað einstaklingsæfingar og séð hvort að fótboltinn hefði getað færst nær. Auðvitað er þetta mjög erfitt og ég skil að það þurfi einhver að taka ákvarðanirnar."

Nokkur félög eru sögð mjög ósátt með ákvörðunina eins og til að mynda Amiens, sem fellur úr úrvalsdeild.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner