Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 10. maí 2020 11:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Atli Sigurjóns: Pabbi sagði að ég þyrfti að gerast KR-ingur
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Miðjumaðurinn Atli Sigurjónsson segist vera orðinn gríðarlegur KR-ingur en hann gekk fyrst í raðir félagsins 2012.

Atli sagði í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 að hann hefði engan áhuga á því að fara frá KR enda samningsbundinn út næstu þrjú tímabil.

Atli er uppalinn Þórsari en hjarta hans slær einnig með KR.

„Pabbi sagði eitt við mig þegar ég var að basla aðeins með KR. Hann sagði að ég væri svo mikill Þórsari ennþá en þyrfti að gerast KR-ingur til að geta spilað vel fyrir KR," segir Atli.

„Ég held að þetta sé besta ráð sem pabbi þinn gat gefið þér," segir Tómas Þór Þórðarson, annar af umsjónarmönnum þáttarins.

Atli er 28 ára og hefur tvisvar orðið Íslandsmeistari með KR og einu sinni bikarmeistari. Hann kann vel við sig í vesturbæ Reykjavíkur.

„Það er oft ekki mikið um uppalda KR-inga í liðinu svo þeir hafa tekið fóstri við menn eins og Óskar Örn sem er orðinn KR-ingur. Ég er hálfpartinn fósturbarn. Ég er enn Þórsari, ekki mikill Akureyringur en ég er Þorpari," segir Atli.

Hlustaðu á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Atli Sigurjóns um hæðir og lægðir - „Var erfitt að mótivera sig"
Athugasemdir
banner
banner
banner