Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 10. maí 2020 20:32
Brynjar Ingi Erluson
Juventus ætlar að reyna við miðjumann Lyon
Houssem Aouar er áhugaverður leikmaður
Houssem Aouar er áhugaverður leikmaður
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Juventus ætlar að reyna við Houssem Aouar, miðjumann Lyon, í sumar en það er L'Equipe sem greinir frá þessu í dag.

Samkvæmt L'Equipe er Lyon reiðubúið að selja Aouar í sumar fyrir 50 milljónir evra en hann er samningsbundinn félaginu til 2023.

Aouar verður 22 ára í júní en hann er uppalinn hjá Lyon og hefur verið lykilmaður á miðjunni í liðinu.

Hann hefur fengið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína í Frakklandi og náði hann að heilla Juventus er hann spilaði gegn liðinu í Meistaradeildinni fyrr á tímabilinu.

Aouar er með níu mörk og sjö stoðsendingar í 37 leikjum á þessu tímabili en það er ljóst að hann gæti yfirgefið félagið í sumar.

Lyon vill 50 milljónir evra fyrir leikmanninn og vill félagið bæta fjárhagsstöðuna eftir að það var ljóst að félagið myndi ekki ná Evrópusæti fyrir næsta tímabil.

Juventus og Manchester City eru í bílstjórasætinu um hann en ítalska félagið er einnig í viðræðum við Barcelona um brasilíska miðjumanninn Arthur. Miralem Pjanic gæti farið til Spánar í skiptum.
Athugasemdir
banner
banner
banner