Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 10. maí 2020 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kompany: Van Dijk besti varnarmaður í sögu úrvalsdeildarinnar
Mynd: Getty Images
Vincent Kompany, fyrrum fyrirliði Manchester City, telur hollenska miðvörðinn Virgil van Dijk vera besta varnarmann í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Van Dijk er 28 ára gamall og lék fyrir Celtic og Southampton áður en hann gekk í raðir Liverpool fyrir tveimur árum.

„Ég myndi velja Virgil van Dijk sem besta varnarmann í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Það er skrýtið val því hann hefur ekki verið jafn lengi að þessu og menn eins og Terry og Ferdinand," sagði Kompany.

„Á síðustu árum hefur Van Dijk einfaldlega verið betri en allir sem komu á undan honum. Hann er gríðarlega mikilvægur liðsmaður og það sást um leið og hann skipti um félag. Liverpool fyrir komu Van Dijk og eftir komu Van Dijk eru tvö allt öðruvísi lið. Þess vegna tel ég hann besta varnarmann í sögu úrvalsdeildarinnar."

Van Dijk er fyrirliði hollenska landsliðsins og hefur fengið lof frá goðsögnum á borð við Franco Baresi og Paolo Maldini fyrir spilamennsku sína.

Kompany er sjálfur talinn meðal bestu varnarmanna í sögu úrvalsdeildarinnar enda mikilvægur hlekkur í sterku liði Man City í ellefu ár, þar sem hann vann ensku deildina fjórum sinnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner