Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 10. maí 2020 19:40
Brynjar Ingi Erluson
Napoli liggur ekki á að losa sig við Lozano
Hirving Lozano
Hirving Lozano
Mynd: Getty Images
Ítalska félaginu Napoli liggur ekki á að selja mexíkóska framherjann Hirving Lozano og er talið að félagið vilji halda honum í eitt tímabil til viðbótar.

Lozano gekk til liðs við Napoli frá PSV Eindhoven síðasta sumar á 38 milljónir evra en hann hefur átt í erfiðleikum með að finna sig á Ítalíu.

Lozano hefur aðeins komið við sögu í 23 leikjum á tímabilinu, skorað þrjú mörk og lagt upp tvö.

Samkvæmt ítölskum miðlunum þá hefur Everton mikinn áhuga á að fá Lozano en Napoli vill 50 milljónir evra fyrir leikmanninn.

Napoli liggur ekkert á að selja leikmanninn samkvæmt Gazzetta dello Sport og er talið líklegt að hann fái eitt tímabil til viðbótar til að sanna sig.

Manchester United er einnig sagt hafa áhuga á Lozano.
Athugasemdir
banner
banner
banner