Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 10. maí 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rondon vill snúa aftur til Newcastle
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Salomon Rondon skoraði 12 mörk í 33 leikjum að láni hjá Newcastle á síðustu leiktíð.

Hann leikur fyrir Dalian Professional, sem hét Dalian Yifang þar til í fyrra, í Kína en hefur verið orðaður við endurkomu í enska boltann.

Rondon, sem er þrítugur, segist vera tilbúinn til að snúa aftur til Newcastle. Hann er búinn að gera fimm mörk í ellefu leikjum með Dalian á tímabilinu.

„Ef ég fæ tækifæri til að fara aftur til Newcastle þá mun ég grípa það. Ég hef engar efasemdir um það," sagði Rondon samkvæmt frétt Mirror.

„Það var stórkostlegt fyrir mig að spila á St. James' Park. Ég man þegar ég skoðaði leikvanginn fyrst og börnin voru með mér. Dóttir mín spurði: 'Pabbi, munt þú spila hérna...?' og ég svaraði: 'Ég ætla að reyna!'

„Þessa stundina er ég að einbeita mér að því sem er í gangi í Kína, en ég er opinn fyrir endurkomu til Englands."


Samningur Rondon við Dalian gildir þar til í desember 2022. Hann hefur leikið fyrir félög á borð við Malaga, Zenit og West Bromwich Albion á ferlinum.

Auk þess hefur Rondon gert 30 mörk í 80 landsleikjum fyrir Venesúela.
Athugasemdir
banner
banner