Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 10. maí 2020 10:00
Elvar Geir Magnússon
Þjálfaraferill Símun Samuelsen fer vel af stað
Simun lék undir stjórn Heimis Guðjónssonar hjá HB.
Simun lék undir stjórn Heimis Guðjónssonar hjá HB.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrsta umferðin í færeysku Betri-deildinni var leikin í gær en mun fleiri augu beinast að fótboltanum í Færeyjum en áður vegna þess að sárafáar deildir eru í gangi vegna heimsfaraldursins.

Hér má sjá úrslit gærdagsins en þau óvæntustu voru jafntefli AB Argir og Víkings frá Götu.

Búist var við öruggum sigri Víkinga en AB hefur misst marga leikmenn frá síðasta tímabili. En AB kom á óvart í leiknum í gær og náði stigi.

Símun Samuelsen er þjálfari AB en hann er að stíga sín fyrstu skref í þjálfun. Hann lék undir stjórn Heimis Guðjónssonar hjá HB undanfarin tvö ár en lagði skóna á hilluna í nóvember.

Hinn 34 ára gamli Símun spilaði með Keflavík frá 2005 til 2009 og varð bikarmeistari með félaginu.

Það er óhætt að segja að þjálfaraferillinn fari því vel af stað en AB er með tveggja aðalþjálfara kerfi og er Tonny Brimsvík þjálfari með Simun.
Athugasemdir
banner
banner