Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 10. maí 2020 09:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þriðji leikmaðurinn hjá Brighton greindur með kórónuveiruna
Þrír leikmenn Brighton hafa greinst með kórónuveiruna. Leikmennirnir eru ekki nafngreindir.
Þrír leikmenn Brighton hafa greinst með kórónuveiruna. Leikmennirnir eru ekki nafngreindir.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Brighton hefur tilkynnt um þriðja kórónuveirusmitið í aðalliðshóp félagsins.

Brighton tilkynnti um fyrsta smit innan leikmannahópsins í lok mars. Svo var tilkynnt um annað smit í byrjun apríl og núna er komið í ljós annað smit, það þriðja í röðinni.

Leikmennirnir þrír hafa ekki verið nafngreindir.

Á morgun verður fundað enn einu sinni á meðal félaga í ensku úrvalsdeildinni um plön til að snúa aftur. Kórónuveiran hefur komið afar illa út á Bretlandseyjum, rúmlega 215 þúsund eru smitaðir og rúmlega 31,5 þúsund hafa látið lífið af sökum veirunnar.

Þrátt fyrir það virðist vera mikill vilji til þess að byrja aftur keppni í ensku úrvalsdeildinni í næsta mánuði.

Brighton var í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar hún var stöðvuð í mars.


Athugasemdir
banner
banner
banner