Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 10. maí 2020 17:23
Brynjar Ingi Erluson
Willum kom af bekknum og átti þátt í marki i sigri
Willum Þór Willumsson átti stóran þátt í fimmta markinu
Willum Þór Willumsson átti stóran þátt í fimmta markinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum Þór Willumsson og félagar hans í BATE Borisov unnu FC Smolevichi 5-3 í Hvíta-Rússlandi í dag en Willum kom inná sem varamaður í stöðunni 3-3.

Íslenski miðjumaðurinn hefur verið fastamaður í byrjunarliðinu á leiktíðinni en hann byrjaði á bekknum í dag.

BATE lenti undir snemma leiks en kom sér í 3-1 á tuttugu mínútna kafla í fyrri hálfleik. Heimamenn minnkuðu muninn og jöfnuðu svo metin á 63. mínútu.

Willum kom inná sem varamaður á 69. mínútu og var innkoma hans afar öflug. BATE komst yfir með marki eftir aukaspyrnu á 80. mínútu og undir lok leiks átti Willum svo þátt í fimmta markinu er hann skallaði boltann á Dmitri Baga sem lagði upp fyrir Nemanja Milic.

Lokatölur 5-3 og BATE fer á toppinn í deildinni með 16 stig en liðið er með betri markatölu en Slutsk sem er í öðru sæti.

Hægt er að sjá fimmta markið hér fyrir neðan.

Fimmta mark BATE gegn Smolevichi í dag
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner