Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 10. maí 2021 17:00
Innkastið
Fengu geggjaðar stöður sem þeir klúðruðu sjálfir
Ágúst Eðvald Hlynsson, leikmaður FH.
Ágúst Eðvald Hlynsson, leikmaður FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„FH fékk fullt af tækifærum og lofandi sóknum þar sem þeir taka bara rangar ákvarðanir," segir Elvar Geir Magnússon í Innkastinu þegar rætt var um að FH hafi ekki unnið Val þrátt fyrir að vera manni fleiri stærstan hluta leiksins.

Eftir að Haukur Páll Sigurðsson fékk að líta rauða spjaldið komst FH yfir en náði ekki að halda þeirri forystu. Valur jafnaði í seinni hálfleik og hefði getað hirt öll stigin.

Ingólfur Sigurðsson segir að ungir leikmenn FH-inga þurfi að læra að taka betri ákvarðanir þegar þeir komast í hættulegar stöður.

„Ég verð að lasta Ágúst (Eðvald Hlynsson) og Þóri Jóhann (Helgason), báðir leikmenn sem eru mjög skemmtilegir og góðir. Ákvarðanataka á mikilvægum augnablikum er löstur á þeirra leik," segir Ingólfur.

„Eg held að þeir viti það best sjálfir að þeir geti bætt þetta atriði. Það myndi bæta þá svo mikið sem leikmenn að ná að velja rétt í skyndisóknum. Þeir fengu endalaust geggjaðar stöður sem þeir klúðruðu sjálfir."

Gunnar Birgisson segir það mjög lélegt hjá FH að hafa ekki unnið leikinn.

„Þegar FH komst yfir manni fleiri hélt maður að þeir myndu klára þetta þægilega. Þeir höfðu verið sterkari ellefu gegn ellefu. Logi talaði um það fyrir leik að þeir ætluðu að vera sókndjarfir í þessum leik en það er last á FH að klára ekki þennan leik. Ef þú vinnur ekki Val manni fleiri í 60 mínútur á heimavelli þá veltir maður því fyrir sér hvenær þeir ætli að vinna Val," segir Gunnar.
Innkastið - Drama á lokamínútum og Toddi tapar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner