Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 10. maí 2021 15:30
Fótbolti.net
Nikola Djuric: Ákveðinn í að bæta það núna og sýna hvað ég get
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Nikola Dejan Djuric gekk um helgina í raðir KV frá Breiðabliki. Nikola er tvítugur sóknarsinnaður leikmaður sem lék með Haukum í 2. deild í fyrra. Nikola skoraði sjö mörk í nítján leikjum í fyrra.

Hann lék sinn fyrsta leik með KV í 3-2 endurkomusigri á Magna í 2. deild í gær. Nikola kom inn á sem varamaður.

Nikola ræddi við þá Aksentije Milisic og Sæbjörn Steinke í hlaðvarpsþættinum Boltinn á Norðurlandi eftir leik í gær. Hann var spurður hvers vegna hann væri kominn í KV.

„Mér leist vel á liðið og þjálfarann, var búinn að æfa með þeim í viku og ákvað að taka slaginn aftur í 2. deild í sumar. KV er með ungt og flott lið, þetta er jöfn deild og við getum unnið hvaða lið sem er. Þetta er flott deild," sagði Nikola.

Það kom ekki til greina að halda áfram með Haukum?

„Nei, þetta var komið á endastöð. Ég vildi leita annað og vildi komast að hjá liði næstefstu deild. Það gekk ekki og maður tekur því annað tímabil í 2. deild. Ég er mjög ánægður í KV."

Nikola var gagnrýndur fyrir að vera helst til latur varnarlega með Haukum í fyrra. Hvernig fannst honum sú umræða?

„Þetta böggaði mig ekkert en maður þarf að bæta varnarleikinn. Ég er ákveðinn í að bæta það núna og sýna hvað ég get. Ég stóð mig mjög vel sérstaklega fyrri hluta tímabilsins í fyrra. Ég þarf að halda áfram og halda stöðugleika," sagði Nikola.

Spjallið við Nikola hefst eftir um 40 mínútur í spilaranum hér að neðan.
BÁN: Fyrsti útisigur á KR í 40 ár - Afi reiður og Bjössi sýslumannssonur
Athugasemdir
banner
banner
banner