Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 10. maí 2022 16:30
Elvar Geir Magnússon
AC Milan vill fá Saliba frá Arsenal
Mun Saliba fá tækifæri hjá Arsenal eða yfirgefa félagið?
Mun Saliba fá tækifæri hjá Arsenal eða yfirgefa félagið?
Mynd: Getty Images
Ítalska stórliðið AC Milan hefur áhuga á því að fá William Saliba, 21 árs varnarmann Arsenal.

Saliba var keyptur til Arsenal 2019 fyrir 27 milljónir punda en hefur ekki spilað mótsleik fyrir félagið. Franski landsliðsmaðurinn hefur verið fastamaður hjá Marseille þar sem hann er á láni og hefur staðið sig það vel að hann var valinn í landsliðið.

Saliba hefur einnig verið lánaður til Nice og St Etienne.

AC Milan vill sjá hvort Arsenal sé tilbúið að lána eða selja leikmanninn í sumar. Mikel Arteta hefur gefið í skyn að leikmaðurinn fái tækifæri á Emirates.

AC Milan er með Fikayo Tomori sem hefur spilað vel á lánssamningi frá Chelsea. Hann hefur verið fyrstur á blað í varnarlínu Milan. Þá hefur hinn 21 árs gamli Pierre Kalulu spilað við hlið hans undanfarna mánuði og fengið lof fyrir frammistöðun.

AC Milan er einnig með fyrirliðann Alessio Romagnoli en samningur Ítalans rennur út í sumar. Þá er danski landsliðsmaðurinn Simon Kjær að jafna sig eftir alvarleg hnémeiðsli.

Sven Botman, varnarmaður Lille, hefur einnig verið sterklega orðaður við AC Milan.
Athugasemdir
banner
banner
banner