þri 10. maí 2022 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aðsóknarmet á Selfossi í gær
Úr leiknum í gær. Það sést að þétt var setið í stúkunni.
Úr leiknum í gær. Það sést að þétt var setið í stúkunni.
Mynd: Hrefna Morthens
Í gær mættust Selfoss og Þróttur í þriðju umferð Bestu deildar kvenna. Liðin spiluðu á JÁVERK-vellinum á Selfossi.

Alls voru 685 áhorfendur í stúkunni sem verður að teljast frábær mæting! Selfyssingar buðu frítt á völlinn í tilefni þess að nýja knattspyrnuhúsið á Selfossi var vígt fyrir leikinn.

Lestu um leikinn: Selfoss 1 -  1 Þróttur R.

Selfyssingurinn Guðmundur Karl Sigurdórsson (ritstjóri sunnlenska.is) vekur athygli á því á Instagram að leikurinn hafi verið sjötti aðsóknarhæsti deildarleikurinn í sögu kvennaboltans á Íslandi.

Á sama tíma er þetta aðsóknarmet á deildarleik kvenna á Selfossi. Gamla metið var 607 þegar Selfoss mætti Breiðabliki árið 2015.

Metið á Selfossi er 719 þegar Selfoss lék gegn Val í bikarleik árið 2015.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner