Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 10. maí 2022 10:10
Elvar Geir Magnússon
Arsenal skoðar möguleika á að fá Sterling
Powerade
Raheem Sterling.
Raheem Sterling.
Mynd: EPA
Eddie Nketiah.
Eddie Nketiah.
Mynd: Getty Images
Adeyemi er nálægt því að ganga í raðir Dortmund.
Adeyemi er nálægt því að ganga í raðir Dortmund.
Mynd: EPA
Sterling, Mane, Pogba, Haaland, Oxlade-Chamberlain, Adeyemi og fleiri í slúðurpakkanum í dag. BBC tók saman það helsta úr ensku götublöðunum.

Bayern München vill fá senegalska framherjann Sadio Mane (30) frá Liverpool en þýska félagið hefur þegar rætt við umboðsmann leikmannsins. (Sky Germany)

Þýska félagið hefur hinsvegar ekki sett sig í samband við Liverpool. Mane er samningsbundinn til 2023. (Mirror)

Arsenal er tilbúið að kanna möguleika á að fá Raheem Sterling (27) ef Manchester City er tilbúið að selja hann í sumar, þegar hann á ár eftir af samningi sínum. (Telegraph)

Arsenal hefur hafið viðræður við egypska miðjumanninn Mohamed Elneny (29) um nýjan samning en núgildandi samningur rennur út í sumar. (Athltetic)

Alex Oxlade-Chamberlain (28) óttast að hann eigi ekki framtíð á Anfield þar sem enginn hefur rætt við hann um nýjan samning og hann hefur ekki spilað síðan 20. mars. Englendingurinn á eitt ár eftir af samningi sínum. (Mail)

Franski miðjumaðurinn Paul Pogba (29), sem verður samningslaus í sumar, hefur tjáð Manchester City að hann hafi ekki í hyggju að ganga í raðir félagsins. (Athletic)

West Ham er líklegast til að fá Eddie Nketiah (22) frá Arsenal. Arsenal vill halda leikmanninum. (Mail)

Thomas Tuchel mun fá stuðning frá nýjum eigendum Chelsea. (Telegraph)

Eddie Howe, stjóri Newcastle, er tilbúinn að hlusta á tilboð í allt að tíu leikmenn í sumar. Þar á meðal er fyrirliðinn Jamaal Lascelles (28) en hann hefur færst aftar í goggunarröðina hjá félaginu. (Sun)

Aston Villa hefur gert 12 milljóna punda tilboð í miðjumanninn Philippe Coutinho (29) hjá Barcelona. Brasilíumaðurinn hefur verið hjá Villa síðan í janúar. (Mail)

Leeds United og PSV Eindhoven vilja fá varnarmanninn Jake Clarke-Salter (24) frá Chelsea. Samningur Clarke-Salter við Chelsea fer að renna út en hann hefur staðið sig vel á láni hjá Coventry. (Sun)

Xavi, stjóri Barcelona, segir að fjárhagsstaða félagsins hafi komið í veg fyrir að það gat keppt um norska sóknarmanninn Erling Haaland (21) sem er á leið til Manchester City. (ESPN)

Þýski sóknarleikmaðurinn Karim Adeyemi (20) hjá Red Bull Salzburg er nálægt því að ganga í raðir Borussia Dortmund en hann hefur meðal annars verið orðaður við Manchester United. (Metro)

Birmingham City sem er í Championship-deildinni er nálægt því að vera keypt af breskum viðskiptamanni. Staða stjórans Lee Bowyer er ótrygg. (Telegraph)

Middlesbrough er tilbúið að láta ensku markverðina Joe Lumley (27) og Luke Daniels (34) fara í sumar. (Football Insider)

Sunderland er að reyna að fá Jobe Bellingham (16) sem er bróðir Jude og er hjá Birmingham. Jobe spilar fyrir U17 landslið Englands. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner