Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 10. maí 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Benoný og félagar í Bologna U17 enduðu á toppinum
Mynd: Aðsend

Þeir eru nokkrir Íslendingarnir sem eru að gera góða hluti á Ítalíu og er Benoný Breki Andrésson einn þeirra.


Benoný er leikmaður hjá U17 ára liði Bologna sem er gífurlega sterkt. Liðið vann sinn riðil og endaði þar með einu stigi meira heldur en U17 lið Juventus.

Benoný og félagar hefja leik í úrslitakeppni 5. júní og eiga strax leik við Juventus í 8-liða úrslitum í Tórínó.

Benoný er langt frá því að vera eini Íslendingurinn með viðkomu í Bologna því Hlynur Freyr Karlsson og Gísli Gottskálk Þórðarson hafa leikið með U18 liði félagsins á láni frá Breiðabliki.

Þá er Andri Fannar Baldursson samningsbundinn Bologna en leikur fyrir FC Kaupmannahöfn á láni. Andri Fannar hefur komið við sögu í 15 Serie A leikjum með Bologna en ekki tekist að sanna sig í Danmörku.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner