Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 10. maí 2022 11:11
Hafliði Breiðfjörð
Daníel Finns að ganga í raðir Stjörnunnar
Daníel í leik með Leikni í sumar.
Daníel í leik með Leikni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Daníel Finns Matthíasson leikmaður Leiknis er að ganga í raðir Stjörnunnar.


Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Leiknir samþykkt tilboð Stjörnunnar í leikmanninn og hann hefur fengið leyfi til að hefja viðræður við Garðabæjarliðið.

Daníel hefur verið orðaður við Stjörnuna síðustu vikur og var ekki í leikmannahópi Leiknis sem mætti Víkingi í Bestu-deildinni á sunnudagskvöld. Hann hafði komið inn af bekknum gegn ÍBV í umferðinni á undan.

Daníel sem er fæddur árið 2000 hóf meistaraflokksferil sinn með Leikni í Inkasso-deildini sumarið 2019 og hefur átt fast sæti í liðinu síðan þá.

Hann spilaði 20 leiki í efstu deild á síðustu leiktíð og skoraði þá þrjú mörk. Hann vakti athygli fyrir góða frammistöðu með Leikni í undirbúningsmótunum í vetur þar sem hann skoraði 4 mörk í 5 leikjum í Lengjubikarnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner