Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 10. maí 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Liverpool þarf sigur í Birmingham
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Liverpool heimsækir Aston Villa í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni og þarf nauðsynlega sigur eftir að hafa gert jafntefli við Tottenham á laugardaginn.


Lærisveinar Jürgen Klopp eru þremur stigum eftir toppliði Manchester City þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir af úrvalsdeildartímabilinu.

Það er því ljóst að Liverpool þarf að vinna síðustu þrjár leikina sína sem stærst og vona að City tapi í það minnsta einum leik.

Endi liðin jöfn er það markatala sem ræður úrslitum. Man City leiðir þar sem stendur, með 68 mörk í plús gegn 64 mörkum í plús hjá Liverpool.

Aston Villa siglir lygnan sjó um miðja deild en ólíklegt er að Steven Gerrard geri sínum gömlu félögum neinn greiða þegar liðin mætast.

Liverpool vann Aston Villa 1-0 þegar liðin mættust á Anfield í desember. Mohamed Salah gerði sigurmarkið úr vítaspyrnu.

Leikur kvöldsins:
19:00 Aston Villa - Liverpool


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner