Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 10. maí 2022 22:41
Brynjar Ingi Erluson
Gerrard svekktur með úrslitin - „Ég get ekki beðið um meira"
Mynd: EPA
Steven Gerrard, stjóri Aston Villa, var svekktur en samt mjög ánægður með framlag sinna manna í 2-1 tapinu gegn Liverpool á Villa Park í kvöld.

Aston Villa fékk draumabyrjun er Douglas Luiz skoraði á 3. mínútu en Joel Matip jafnaði stuttu síðar. Villa fékk nokkur góð færi til að skora fleiri mörk en þeim brást bogalistin. Sadio Mané skoraði svo sigurmarkið um miðjan síðari hálfleikinn.

„Ef við tölum um skuldbindingu, hjarta og hvernig menn voru að beita sér þá get ég í raun ekki beðið um meira og við sýndum einnig gæði á köflum."

„Þetta eru vonbrigði svona miðað við mörkin sem við fengum á okkur en við munum skoða það. Ég get samt ekki beðið um meira svona ef þú horfir hvað við komum með inn í þennan leik og hvernig við vorum án bolta."

„Við viljum vera djarfir og metnaðarfullir. Hinn kosturinn er að bíða og það er líka hægt að tapa á þann hátt og það er meiri eftirsjá í því. Við erum með góða leikmenn og getum sært lið en við þurfum að vinna í ákveðnum hlutum. Á heildina litið þá erum við vonsviknir með mörkin og svekktir yfir úrslitunum."

„Við erum töluvert hættulegri með tvær níur. Við þurftum að þjást á köflum. Þú ert aldrei að fara að yfirspila Liverpool, þetta er andstæðingur í hæsta gæðaflokki og eru með toppþjálfara en það var uppgangur hjá okkur stóran hluta af leiknum og við sýndum mikinn metnað. Við fengum mörg færi og þetta var aldrei þægilegt fyrir Liverpool."


Aston Villa mætir Manchester City í lokaumferðinni en sá leikur gæti verið mikilvægur fyrir Englandsmeistarana í titilbaráttunni. Gerrard segir þó að hann og lið hans ætli bara að hugsa um sig og ekki stöðuna sem City er í.

„Við þurfum að bíða og sjá hver staðan verður í lok tímabilsins en við ætlum að reyna að enda eins ofarlega og mögulegt er. Við viljum vera í topp tíu og þetta verður að snúast um okkur. Vonandi getum við komið okkur í góða stöðu fyrir leikinn gegn City," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner