Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 10. maí 2022 08:20
Ívan Guðjón Baldursson
Geta búist við 100 til 200 þúsund stuðningsmönnum í Sevilla
Þetta er Camp Nou, ekki Waldstadion.
Þetta er Camp Nou, ekki Waldstadion.
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Rangers og Eintracht Frankfurt mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar miðvikudaginn 18. maí og geta borgaryfirvöld í Sevilla búist við miklum mannfjölda.


Frankfurt hefur fengið yfir 100 þúsund beiðnir um miða á úrslitaleikinn en heimavöllur Sevilla tekur ekki nema 42 þúsund manns í sæti.

Stuðningsmenn Frankfurt tóku yfir Barcelona í heimsókn sinni í 8-liða úrslitunum og er búist við meiri mannfjölda fyrir úrslitaleikinn. Það voru um 40 þúsund Þjóðverjar sem komust á Camp Nou til að horfa á sögulegan sigur.

Frankfurt er að spila sinn fyrsta úrslitaleik í 42 ár og er hægt að búast við gríðarlegri stemningu. Ekki ósvipaða sögu er að segja af Rangers sem er komið aftur í toppbaráttuna í Skotlandi eftir slæma tíma.

Rangers vantar ekki stuðningsmennina og mun seint gleymast hvað gerðist í Manchester árið 2008 þegar Rangers tapaði úrslitaleiknum gegn Zenit frá Rússlandi.

Þá mættu næstum 200 þúsund stuðningsmenn frá Skotlandi og lögðu miðbæ Manchester í rúst.

Það verður því áhugavert að fylgjast með ástandinu í Sevilla þar sem hægt er að búast við að það mæti á milli 100 til 200 þúsund stuðningsmenn frá Þýskalandi og Skotlandi hvort sem þeir fá miða á leikinn eða ekki.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner