Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 10. maí 2022 20:32
Brynjar Ingi Erluson
Kaupin á Haaland tryggja ekki sigra - „Þarf tíma til að aðlagast"
Erling Braut Haaland
Erling Braut Haaland
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky Sports, ræddi aðeins um skipti norska framherjans Erling Braut Haaland til Manchester City fyrir leik Aston Villa og Liverpool í kvöld.

Haaland gengur til liðs við City frá Borussia Dortmund í sumar fyrir aðeins 60 milljónir punda. Hann gerir fimm ára samning og er City nú komið með hreinræktaðan framherja, eitthvað sem það reyndi að fá í gegn síðasta sumar en gekk ekki upp.

Liðið hefur spilað með skapandi menn á þessu tímabili og verið duglegt að halda bolta, en Carragher velti ýmsu fyrir sér varðandi þessi skipti.

„Geggjuð kaup og ekki bara fyrir Manchester City heldur einnig fyrir ensku úrvalsdeildina. Það eru allir spenntir að sjá hvernig honum mun ganga þar. Hann og Kylian Mbappe virðast vera næstu stórstjörnurnar sem munu taka við af Messi og Ronaldo þannig maður er hæstánægður að sjá hann í úrvalsdeildinni."

„Oftar en ekki hafa þessir leikmenn yfirleitt farið til Barcelona og Real Madrid en mér finnst eins og úrvalsdeildin sé besta deildin í augnablikinu. Allir hafa séð hvað hann er fær um að gera í Meistaradeildinni."

„Hann mun skora mörk og þess vegna var hann keyptur, en það þýðir ekkert endilega að City vinnur allt sem er í boði. Það þarf að láta hann aðlagast og það þýðir að City mun missa skapandi mann sem hjálpar þeim að halda bolta lengur eða hafa stjórn á leikjunum."

„Það eru margt sem ég hef verið að velta fyrir mér varðandi þessi kaup. Við munum greina frammistöðu hans og sjá hvernig hann passar inn í þetta, en félagið átti heimsklassa framherja í Sergio Aguero og nú er það komið með annan,"
sagði Carragher.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner