Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 10. maí 2022 22:16
Brynjar Ingi Erluson
Klopp: Vandamál sem þarf að leysa
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, var ánægður með stigin þrjú á Villa Park í kvöld en liðið bar sigur úr býtum gegn Aston Villa, 2-1.

Liverpool er enn með í titilbaráttunni eftir gríðarlega erfiðan leik gegn Villa og er nú með 86 stig, jafnmörg og Manchester City.

„Þetta eru risastór úrslit og frammistaða. Eftir alla þá leiki sem við höfum spilað og erfiða byrjun á leiknum þá þurftum við smá tíma til að aðlagast, en við náðum að svara vel eftir að hafa lent 1-0 undir."

„Við getum ekki gert meira en að vinna. Ég er nokkuð viss um að það er mikið af fólki þarna úti sem hélt að þetta yrði erfitt fyrir okkur og ég var hæstánægður með hvernig strákarnir leystu þetta í dag. Núna er það bikarúrslit á laugardag og við verðum klárir í það."


Ollie Watkins, framherji Villa, var rangstæður í aðdraganda fyrsta marksins en ekkert var dæmt.

„Þetta er vandamál sem þarf að leysa ef þú heldur að ég tali bara um þessa hluti þegar við töpum. Þetta var augljós rangstæða en leikurinn hélt bara áfram og við vorum undir pressu á því augnabliki. VAR réði ekki úrslitum í dag, en við þurfum almennt að hugsa hvernig við getum leyst þetta."

Fabinho fór meiddur af velli eftir hálftíma en Klopp vonar að þetta sé ekki eitthvað slæmt.

„Hann fann fyrir einhverju, sem er stórt högg fyrir okkur. Vonandi er þetta ekki slæmt en við vitum það ekki enn," sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner