Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 10. maí 2022 17:30
Elvar Geir Magnússon
Messi nýr sendiherra fyrir ferðamannaiðnaðinn í Sádi-Arabíu
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: EPA
Lionel Messi, einn besti fótboltamaður sögunnar, er orðinn sendiherra fyrir ferðamannaiðnaðinn í Sádi-Arabíu. Þetta var tilkynnt í dag en í kjölfarið birti Messi auglýsingu á Instagram þar sem hann hvatti fólk til að heimsækja Sádi-Arabíu.

Margir höfðu kallað eftir því að Messi færi ekki í þessa stöðu í ljósi mannréttindabrota í Sádi-Arabíu, þar á meðal fjölskylda eins fanga í landinu.

„Ef þú segir já við þessu þá ert þú að segja já við mannréttindabrotum," sagði í opnu bréfi mannréttindasamtakanna Grant Liberty sem var gefið út eftir að fréttir bárust af viðræðum Messi við Sádi-Arabana.

Messi er alls ekki eini íþróttamaðurinn sem hefur verið með tengingar við Sádi-Arabíu en David Beckham var gagnrýndur fyrir það að taka þátt í sýningarleik í landinu 2019.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner