Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 10. maí 2022 18:01
Brynjar Ingi Erluson
Neitar því að hafa verið rekinn fyrir að prumpa - „Blaðamennska í dag er grín"
Marcelo
Marcelo
Mynd: Getty Images
Brasilíski miðvörðurinn Marcelo var látinn fara frá franska félaginu Lyon í lok janúar á þessu ári en í dag birtust ansi furðulegar ástæður fyrir brottrekstrinum.

Marcelo, sem er 34 ára gamall, var sendur í varalið Lyon í ágúst á síðasta ári.

Þar kom fram að ástæðan á bakvið það væri vegna þess að hann væri alltaf að leysa vind í klefanum og væri þar að auki alltaf hlæjandi, meðal annars eftir 3-0 tap gegn Angers í byrjun leiktíðar þar sem hann skoraði sjálfsmark.

Hann spilaði með liðinu alveg fram í janúar áður en félagið rifti samningnum við hann. Marcelo samdi við Bordeaux í janúar en í dag birti L'Equipe fréttina um ástæðuna á bakvið endalok hans hjá Lyon.

Marcelo, sem hefur ekki verið virkur á Twitter í langan tíma, mætti aftur á samfélagsmiðilinn í dag og neitaði þessum ásökunum.

„Þökk sé L'Equipe sá ég mig tilneyddan til að mæta aftur á Twitter og neita öllum þessum ásökunum. Blaðamennska í dag er grín," skrifaði Marcelo.

Juninho Pernambucano, yfirmaður íþróttamála hjá Lyon, grínaðist aðeins með þetta og svaraði honum á Twitter.

„Ég sagði þér það. Varnarmenn verða að prumpa kröftulega með vondri lykt sem hangir lengi í loftinu. Prumpið þitt var bara kröftugt," sagði Juninho.


Athugasemdir
banner
banner
banner