Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 10. maí 2022 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Nketiah með mörg tilboð á borðinu - Elneny að skrifa undir
Mynd: Getty Images
Eddie Nketiah og Mohamed Elneny eru að renna út á samningi hjá Arsenal en félagið vill semja við þá báða á meðan Alexandre Lacazette fær að yfirgefa félagið á frjálsri sölu.

Hinn ungi Nketiah er nýlega búinn að springa út með aðalliði Arsenal en óvíst er að félaginu takist að halda honum innan sinna raða.

West Ham og Crystal Palace hafa sýnt Nketiah áhuga ásamt félögum víða úr Evrópu en aðallega Þýskalandi, sem geta lofað sóknarmanninum meiri spiltíma en hann hefur verið að fá.

Nketiah verður 23 ára í lok maí og hefur gert 9 mörk í 24 leikjum á tímabilinu, þó hann komi oft inn af bekknum. Hann fær að velja á milli ýmissa félaga í sumar og vonast Mikel Arteta til að halda honum hjá Arsenal.

Hinn 29 ára gamli Mohamed Elneny er aftur á móti að skrifa undir framlengingu við félagið. Miðjumaðurinn er búinn að vinna sér inn hlutverk í leikmannahópinum eftir að hafa fylgst með af bekknum eða úr stúku stærstan hluta dvalarinnar hjá Arsenal.

Elneny, sem er egypskur landsliðsmaður, er að skrifa undir tveggja ára samning.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner