Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 10. maí 2022 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Nkunku ekki til sölu - Laimer kostar 20 milljónir
Mynd: Getty Images

Stjórnendur RB Leipzig hafa gefið það út að sóknartengiliðurinn Christopher Nkunku verður ekki seldur frá félaginu í sumar.


Nkunku hefur verið að raða inn mörkum og stoðsendingum á leiktíðinni og er til að mynda kominn með 20 skoruð mörk og 13 lögð upp í 33 deildarleikjum með Leipzig.

Það eru nokkur stórlið í Evrópu sem vilja krækja í Nkunku en Leipzig ætlar að bjóða honum nýjan samning með söluákvæði sem er virkjanlegt eftir eitt eða tvö ár.

Austurríski miðjumaðurinn Konrad Laimer er hins vegar falur í sumar fyrir um 20 milljónir evra. Laimer, sem á eitt ár eftir af samningnum við Leipzig, er eftirsóttur af FC Bayern og Manchester United.

Julian Nagelsmann, þjálfari Bayern, vill ólmur festa kaup á Laimer sem fyrst til að missa hann ekki til annars félags.

Nkunku og Laimer eru báðir fæddir 1997. Nkunku spilaði sína fyrstu landsleiki fyrir Frakkland í vetur á meðan Laimer er lykilmaður hjá Austurríki.


Athugasemdir
banner
banner