Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 10. maí 2022 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Patrik Schick ekki til sölu í sumar
Mynd: EPA

Simon Rolfes, yfirmaður íþróttamála hjá Bayer Leverkusen, segir að tékkneski framherjinn Patrik Schick sé ekki á förum frá félaginu í sumar.


„Við munum hafna öllum tilboðum í Schick, hann gegnir lykilhlutverki í áformum okkar fyrir næstu leiktíð," sagði Rolfes. Hann sagði það sama um Kai Havertz sem var gríðarlega eftirsóttur sumarið 2019. Leverkusen hélt Havertz hjá félaginu í eitt ár og seldi svo til Chelsea fyrir metfé sumari seinna.

Líkur eru á því að Schick verði seldur á hærri upphæð heldur en Havertz. Leverkusen fékk um 90 milljónir evra frá Chelsea.

Arsenal, Tottenham, West Ham og Newcastle eru meðal félaga sem hafa verið orðuð við Schick sem er búinn að skora 24 mörk í 26 deildarleikjum á tímabilinu.

Schick sprakk út með Sampdoria í ítalska boltanum og var keyptur til Roma en gekk illa þar. Hann fann taktinn aftur í þýska boltanum, fyrst að láni hjá Leipzig og svo hjá Leverkusen. Í dag er hann einn af eftirsóttustu framherjum heims.

Schick skein á EM í fyrra þar sem hann skoraði fimm mörk og var markahæstur ásamt Cristiano Ronaldo.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner